
Börn og umhverfi - aukanámskeið
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við Börn og umhverfi námskeiði sem fer fram í Hafnafirði þann 1.-4. júlí 2019, með fyrirvara um næga þátttöku.

Sjálfboðaliðar óskast í vinaverkefni
Félagsvinir eftir afplánun er nýtt verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Sjálfboðaliðar verða félagsvinir einstaklings sem nýlokið hefur afplánun í fangelsi.

Fyrrum nemandi Jafnréttisháskólans veitir Rauða krossinum ráðgjöf
Undanfarnar vikur hefur Rauði krossinn notið liðsinnis hinnar palestínsku Jolene Zaghloul.

Safnaði fyrir Rauða krossinn í Vestmannaeyjum
Sara Elía Jóhönnudóttir safnaði 26.000 kr. sem hún afhenti Rauða krossinum í Vestmannaeyjum að gjöf.

Safnaði peningum til styrktar Rauða krossinum
Júlía Fönn Freysdóttir safnaði peningum og gaf Rauða krossinum.

Alþjóðadagur flóttafólks
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta.

Seldu handvinna til styrktar Rauða krossinum
Handavinnukonurnar Auður Óttarsdóttir og Arney Ívarsdóttir perluðu handverk sem þær seldu fyrir framan Krónuna í Garðabænum.

Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza

Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð
Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.

Rauði krossinn vekur athygli á túrheilbrigði kvenna á fátækum svæðum
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr.

Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi
Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi var haldin í Dvöl í vikunni. Sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu sér glaðan dag í sólinni.

Fræðslufundur um komu flóttafólks til Garðabæjar
Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.

Söfnuðu flöskum á Akureyri
Duglegu vinkonurnar Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Anika Snædís Gautadóttir og María Sól Helgadóttir, söfnuðu flöskum á Akureyri og gáfu Eyjafjarðardeild Rauða krossins ágóðann, samtals 1.632 krónur.

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin

Lifandi bókasafn á þriðjudaginn
Rauði kross Íslands og Íslandsdeild Amnesti International koma saman að viðburði á morgun, þriðjudag 4. júní. Á viðburðinum býðst fólki til þess að deila sögu sinni með fólki í sínu nýja heimalandi.

Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi
Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í flóttamannbúðunum í Al-Hol í Sýrlandi, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatnshreinsimálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.