IFRC / Maria Santto

14. júní 2019 : „Mestu máli skiptir að stöðva frekari útbreiðslu faraldursins“

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geysar nú í Austur-Afríku með 25 milljónum króna framlagi. Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018.

11. júní 2019 : Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza

Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza

Redcross_folk

11. júní 2019 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð

 

Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

11. júní 2019 : Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast

Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.

7. júní 2019 : Rauði krossinn vekur athygli á túrheilbrigði kvenna á fátækum svæðum

Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr. Á hamfarasvæðum þar sem fólk hefur þurft að flýja heimili sín getur þessi vandi stóraukist og mikilvægt er að viðbragðsaðilar taki tillit til þessa. Túr getur verið mjög viðkvæmt málefni og oft hafa stúlkur engar upplýsingar um hverju þær eiga von á.

62073577_414257839417812_1798565366775939072_nota

6. júní 2019 : Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi

Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi var haldin í Dvöl í vikunni. Sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu sér glaðan dag í sólinni.

5. júní 2019 : Fræðslufundur um komu flóttafólks til Garðabæjar

 

Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.

4. júní 2019 : Söfnuðu flöskum á Akureyri

Duglegu vinkonurnar Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Anika Snædís Gautadóttir og María Sól Helgadóttir, söfnuðu flöskum á Akureyri og gáfu Eyjafjarðardeild Rauða krossins ágóðann, samtals 1.632 krónur.

3. júní 2019 : Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin

3. júní 2019 : Lifandi bókasafn á þriðjudaginn

Rauði kross Íslands og Íslandsdeild Amnesti International koma saman að viðburði á morgun, þriðjudag 4. júní. Á viðburðinum býðst fólki til þess að deila sögu sinni með fólki í sínu nýja heimalandi. 

3. júní 2019 : Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi

Rauði hálfmáninn í Sýrlandi (SARC), Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði krossinn í Noregi vinna nú að því að reisa vettvangssjúkrahús í flóttamannabúðunum Al-Hol í Sýrlandi. Þörfin fyrir að hjúkra sjúklingum sem særst hafa í átökum eða þjást af veikindum fer sífellt vaxandi. Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í þessu verkefni, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatnshreinsimálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.