Agusta-Hjordis-2021

31. ágúst 2021 : Sendifulltrúi til starfa á Haítí

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, heldur í dag af stað til Haítí þar sem hún mun starfa í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Þetta er þriðja sendiför Ágústu Hjördísar. 

30. ágúst 2021 : Á alþjóðadegi þeirra horfnu

Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.

181-3

27. ágúst 2021 : Áfallamiðstöð opin á Egilsstöðum í dag

Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu. Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning.

26. ágúst 2021 : Fataverkefni Rauða krossins vinnur þrekvirki á tímum heimsfaraldurs

Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19 en starfseminni hefur verið haldið gangandi allt frá upphafi heimsfaraldursins. Nú er þó svo komið að Rauði krossinn vill biðla til allra landsmanna að leggja sitt af mörkum og taka þátt í þessu mikilvæga samfélagsverkefni með okkur.

25. ágúst 2021 : Rauði krossinn fagnar viðbrögðum stjórnvalda en bendir áfram á sára neyð í Afganistan

Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru þó ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi.

23. ágúst 2021 : Eitt prósent landsmanna styðji við neyðarsöfnun fyrir Afganistan

Þann 17 ágúst síðast liðinn hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans. Hátt í 800 manns hafa nú þegar stutt íbúa í Afganistan með rausnarlegum framlögum en við vonumst til þess að fleiri vilji bætast í þennan hóp og leggja söfnuninni lið og styðja þannig við mannúðaraðgerðir í Afganistan. Markmið Rauða krossins er að eitt prósent landsmanna (18 ára og eldri) styðji við íbúa Afganistans í þessari neyðarsöfnun. Við skorum því á alla, bæði almenning og fyrirtæki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.

19. ágúst 2021 : Jarðskjálfti á Haítí

Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum.

17. ágúst 2021 : Neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur sent frá sér ákall vegna ástandsins í Afganistan, sem veldur miklum þjáningum fyrir borgara í landinu.

11. ágúst 2021 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða við smitrakningu almannavarna

Í kjölfar fjölgunar smita í samfélaginu hefur álag á smitrakningarteymi almannavarna aukist til muna. Almannavarnir leituðu því til Rauða krossins og hafa sjálfboðaliðar úr viðbragðshópum félagsins að undanförnu lagt hönd á plóg við að veita upplýsingar og stuðning til einstaklinga sem verið hafa útsettir fyrir smiti.