27. september 2021 : Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði

 Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.

24. september 2021 : Forsetahjónin heimsóttu farsóttarhús Rauða krossins

Megintilgangur heimsóknar forsetahjónanna var að kynna sér starfsemi farsóttarhúsanna og hvernig heimsfaraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á verkefni Rauða krossins.

15. september 2021 : Rauði krossinn fagnar komu flóttafólks til landsins og óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum

Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til landsins í síðustu viku.

10. september 2021 : Mannúðaraðgerðir áfram mikilvægar í Afganistan - fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum

Yfirlýsing frá forseta ICRC eftir heimsókn til Afganistan

10. september 2021 : Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga í dag

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.

 

8. september 2021 : Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa berskjaldaðra samfélaga Sómalílands

Endurteknar náttúruhamfarir og viðvarandi átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins

Mynd: B. Mast/ICRC

7. september 2021 : Starfsmenn Marel safna fyrir verkefni Rauða krossins í verkefninu Move the Globe

Á mánudag hófst átakið Move the Globe hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum jörðina til að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins.