20. október 2021 : Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu

Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum.

11. október 2021 : Vissir þú að hver Íslendingur losar sig við 20 kg af fötum og skóm að meðaltali á ári?

Það er samtals um7600 tonn á ári.

Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19, en mikið hefur safnast í fatagáma okkar þar sem margir hafa nýtt tímann heima til þess að taka til í skápunum. Við erum sannarlega þakklát fyrir allan þann stuðning, því fataverkefni Rauða krossins er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. 

7. október 2021 : Samfélagsleg trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og Landgræðsluskólann hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum

1. október 2021 : Grunnhundamat verður 4. og 5. október

Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.

1. október 2021 : Aðstoð eftir afplánun og Frú Ragnheiður fengu styrk frá dómsmálaráðuneytinu

Alþingi ákvað síðasta vetur að veita sérstakt framlag til þess að efla stuðning við aðlögun fanga út í samfélagið að lokinni afplánun í fangelsi.  Rauði krossinn rekur tvö verkefni sem koma beint að stuðningi við þann hóp sem um er rætt.