• IMG_4305

3000 tonnum fagnað

Fagnað var í fataflokkun

18. janúar 2018

Föstudaginn sl. var starfsfólki og sjálfboðaliðum í fatasöfnun Rauða krossins afhent viðurkenningarskjal og boðið til hádegisverðar fyrir vel unnin störf árið 2017, en þá söfnuðust yfir 3000 tonn af fatnaði og textíl. Met var slegið í söfnuninni og ljóst að Íslendingar eru duglegir við að koma með fatnað til endurvinnslu, hjá Rauða krossinum. 

IMG_4300Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins heldur á viðurkenningarskjalinu.

IMG_4299Skrafað um gang mála.