• A-flotta-matmalstimi

Á flótta gekk vel

7. nóvember 2017

Leikurinn Á Flótta fór fram helgina 4. - 5. nóvember í Klébergsskóla á Kjalarnesi og nágrenni, í fyrsta skipti í fjögur ár, og tókst mjög vel. Um 20 manns tóku þátt í leiknum, sem um 14 sjálfboðaliðar stjórnuðu. 

Leikurinn tók um 12 klukkustundir í spilun og fór fram yfir nóttina, frá kl. 8 á laugardagskvöldi, til 8 á sunnudagsmorgni. 

A-flotta---ganga

Þátttakendur voru þreyttir og dasaðir er leik lauk, en eftir að hafa fengið staðgóðan morgunverð virtust allir á því að upplifunin hefði verið þess virði og áhugaverðar umræður sköpuðust á rýnifundi eftir leikinn. 

Vonir standa til að einhverjir þátttakenda muni ganga til liðs við ungmennastarfs félagsins. 

Sjálfboðahópurinn, sem var nú að setja leikinn upp í fyrsta skipti, kom sterkur út úr helginni og lærði margar mikilvægar lexíur sem munu gagnast í framtíð verkefnisins, og ungmennastarfsins alls. 

A-flotta-vid-tjaldbudir2

A-flotta-vid-tjaldbudir