Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík

22. febrúar 2017

 Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017, í húsnæði deildarinnar að Efstaleiti 9. Fundurinn hefst kl. 17:30. 

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 20 gr. laga Rauða krossins á Íslandi. 

Á dagskrá fundarins er meðal annars kjör formanns og tveggja aðalmanna til tveggja ára auk tveggja varamanna til eins árs. 

Tilnefningar skulu sendar á kjörnefnd Rauða krossins í Reykjavík á netfangið kjornefnd.reykjavik@redcross.is. Í kjörnefnd eru Sigurveig H. Sigurðardóttir formaður, Baldur Steinn Helgason og Ísold Uggadóttir.

 

Dagskrá

1.            Kosning fundarstjóra

2.            Skýrsla/greinargerð um starf deildarinnar

3.            Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu

4.            Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram

5.            Innsendar tillögur

6.            Kosning deildarstjórnar skv. 21. gr. laga Rauða krossins

7.            Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra

8.            Önnur mál

9.            Kaffihlé

10.          Viðurkenning á skyndihjálparmanni ársins í Reykjavík

11.          Viðurkenning sjálfboðaliða

12.          Halldóra Pálsdóttir segir frá starfseminni í Vin

 

 

Fleiri aðalfundi má sjá undir viðburðum á síðunni.