• 12799353_762143443916556_5202011963967288286_n

Aðalfundur Vestmannaeyjadeildar

2. mars 2016

Verkefnið „Föt sem framlag“ fékk viðurkenningu fyrir öflugt starf sjálfboðaliða sem prjóna og sauma og útbúa fatapakka sem sendir eru í hjálparstarf til barna sem minna mega sín í Hvíta-Rússlandi. 

Þessi hópur sjálfboðaliða Rauða krossins í Vestmannaeyjum hefur stækkað mikið að undanförnum árum, auk þess sem fjölmargar konur í Kvenfélagi Landskirkju leggja verkefninu lið.

Aðalfundurinn var haldinn 29. mars. Sérstakir gestir voru Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins, Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins og Áshildur Linnet, verkefnisstjóri flóttamanna- og hælisleitendamála, sem sýndi myndir og fræddi fundarmenn um málefni flóttamanna.

Fram kom á fundinum að verkefni heimsóknavina hefur verið að stækka og eftirspurn eftir heimsóknavinum og ökuvinum að aukast um leið og kynning á verkefninu hefur orðið meiri. Opið hús fyrir heimsóknavini deildarinnar var á haustdögum og var það vel heppnað.

Neyðarvarnir skipa stóran sess í starfi deildarinnar og fræðsla og þjálfun stjórnenda og sjálfboðaliða neyðarvarna var öflug á árinu. Búið er að fjárfesta í sérstakri neyðarvarnakerru með stuðningi Neyðarmiðstöðvar og Verkefnasjóðs Rauða krossins. Kerran, sem inniheldur neyðarbúnað til að opna fjöldahjálparstöð fyrir 30 manns,  verður afhent formlega á 75 ára afmæli deildarinnar þann 23. mars.

Formaður Vestmannaeyjadeildar er Geir Jón Þórisson. Stjórn deildarinnar er óbreytt fyrir næsta starfsár að öðru leyti en því að Björgvin Eyjólfsson hætti  og í hans stað var kosinn Ágúst Karlsson.

12814089_762143507249883_4517076258094231393_n