Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar?

28. maí 2020

Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.

Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina – slysin gera ekki boð á undan sér. Skyndihjálpartaska ásamt kunnáttu á réttum handtökum getur bjargað mannslífum ef slysin gerast.

Í töskunni er að finna allar helstu upplýsingar um rétt viðbrögð á slysstað eða við skyndilegum veikindum. Taskan inniheldur sótthreinsiklúta, grisjur, einnota hanska, kælipoka, skæri, teygjubindi, þrúgusykur, ályfirbreiðslu og ýmislegt fleira.

Hægt er að láta fylla á töskuna í næstu lyfjaverslun/apóteki.

Um leið og þú kaupir skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að versla töskuna á vef Rauða krossins  eða koma á Landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Taskan kostar 8.990 krónur.