• 12374796_727736204023947_1870534437460859858_o

Áfallasjóður Rauða krossins á Höfuðborgarsvæðinu

11. desember 2015

 Í gær var undirritað samkomulag deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu um áfallasjóð. Sjóðurinn hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli og fær enga, eða mjög litla, aðstoð annars staðar. Áhersla Rauða krossins er á að hjálpa fólki til að ná sér aftur á strik eftir ófyrirséð fjárhagslegt áfall, svo sem í tengslum við sjúkdóma og slys.

Skjólstæðingar áfallasjóðs Rauða krossins eru einkum:

  • Einstaklingar og fjölskyldur,  með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, sem verða fyrir því að sjúkdómar eða slys valda ófyrirséðum fjárhagsvandræðum.
  • Áhersla er lögð á tekjulágar fjölskyldur sem ekki njóta nægrar aðstoðar annarra aðila.

 Farið verður mánaðarlega yfir umsóknir og þá aðstoð sem hægt er að veita. Aðstoðin verður aðallega í því formi að greiddir eru reikningar fyrir skjólstæðinga upp að tiltekinni upphæð.