Alþjóðlegi endurlífgunardagurinn

16. október 2018

16. október ár hvert er haldið upp á alþjóðlega endurlífgunardaginn, en í ár er athyglinni beint að grunnendurlífgun, undir slagorðinu „við getum öll bjargað lífi“. Í tilefni dagsins hafa margar þjóðir, þar á meðal Ísland gefið út meðfylgjandi veggspjald og leiðbeiningabækling.

Það er mikilvægt að kunna réttu handtökin þegar á reynir! Endurlífgun er kennd á öllum skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins.

Yfirlit yfir næstu námskeið má sjá á vefnum www.skyndihjalp.is

Frekari upplýsingar og fróðleik má finna á heimasíðu endurlífgunarráðs Íslands www.endurlifgun.is

Leiðbeiningabækling um endurlífgun má finna hér.