Alþjóðlegi salernisdagurinn er í dag

Dagurinn minnir á mikilvægi hreinlætis og salernisaðstöðu fyrir alla

19. nóvember 2018

Í aðsendri grein í Fréttablaðið í dag vekja Sólrún Maríu Ólafsdóttur, verkefnastjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarf, og Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði athygli á alþjóðlega salernisdeginum sem er í dag. Dagurinn minnir á mikilvægi hreinlætis og salernisaðstöðu fyrir alla. Með greininni vekur Rauði krossinn á Íslandi sérstaka athygli á blæðingum kvenna á átakasvæðum sem hefur verið vandamál víða um heim. 

Fjöldi kvenna og stúlkna sem eru í flóttamannabúðum bíða í örvæntingu eftir sólsetri, til þess eins að komast á klósettið óséðar þegar þær eru á blæðingum, þar sem þeim þykir skömm að því að aðrir verði þess var að þær eru á blæðingum. Það er ekki alls staðar samfélagslega viðurkennt að ræða blæðingar kvenna á jafn opinskáan hátt og hér á landi. Ferðir á klósettið í myrkri auka einnig líkur á því að konur og stúlkur verði fyrir ofbeldi. Hreinlæti er einnig oft ábótavant svo þær eiga á hættu að smitast af banvænum sjúkdómum. Aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu, getur skilið á milli lífs og dauða.

Lesa má grein Atla og Sólrúnar hér.