Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur

10. október 2017

Í dag er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur.

Árið 2012 hófum við samstarf við systurfélag okkar í Hvíta-Rússlandi um stuðning við fólk með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi hefur margra ára reynslu af rekstri athvarfa sem fólk með geðraskanir getur sótt á daginn og borðað saman, spjallað, sinnt áhugamálum og fleiru. Í Minsk starfrækir nú Rauða kross félagið slíkt athvarf, Open Home, að íslenskri fyrirmynd, með stuðningi Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins.

22339348_911096949045293_8022637009463939050_o

Eitt helsta markmið slíkra athvarfa er að hjálpa fólki að brjóta sér leið úr einangrun 

22339033_911097125711942_5739868394176147945_o

og virkja það til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði. Gestir athvarfsins mynda hópa um ýmis áhugamál og halda fræðslu fyrir hvort annað. Þá fara þau oft í vettvangsferðir til að kynna sér betur hin ýmsu málefni. 

Hér má sjá gesti athvarfsins í Minsk hlýða á bókmenntakynningu annars gests, sem er sagnfræðingur að mennt.