• Bangladesh_coxflottamannabudir

Ár frá því fólksflutningar hófust

Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt dyggilega við hjálparstarf

24. ágúst 2018

Þann 25. ágúst er ár liðið frá því átök brutust út og miklir fólksflutningar hófust frá Rakhine héraði í Mjanmar yfir til Bangladess. Yfir 700.000 manns hafa yfirgefið heimili sín og búa nú við erfiðar aðstæður, þrátt fyrir að íbúar og stjórnvöld í Bangladess hafi tekið fólkinu með opnum örmum. Aðstæður í búðunum sem fólk býr í eru langt því frá að vera í lagi og vöntun er á þjónustu, þrátt fyrir aðstoð og starf hjálparsamtaka.

Lausn verður að finnast sem fyrst á þessum vanda svo fólk geti búið við viðunandi aðstæður og verið öruggt.

Svipmyndir frá Bangladess

Við  hjá Rauða krossinum á Íslandi höfum lagt okkar af mörkum til að aðstoða fólk sem flúið hefur heimili sín. Alls hafa 24 sendifulltrúar á okkar vegum starfað við neyðartjaldsjúkrahús við búðirnar í Cox´s Bazar í Bangladess. Fyrstu sendifulltrúarnir fóru út um miðjan september og unnu að því að koma sjúkrahúsinu upp, jafnvel þótt um tvo hjúkrunarfræðinga og einn tæknimann væri að ræða.

Á vormánuðum hófst regntímabil sem hefur gert starfið erfitt. Þá hefur verið ákveðið að sjúkrahúsið starfi a.m.k. út árið 2018 vegna þess hve þörfin er mikil en almennt eru neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 39.000 einstaklingum aðstoð síðan í október sl.


Bangladess_aleks_hildur_lilja-38-

Ekki aðeins hafa læknar og hjúkrunarfræðingar starfað á spítalanum, gert skurðaðgerðir, tekið á móti börnum og hlúð að sárum fótum, heldur hafa sálfræðingar einnig sinnt sálrænum stuðningi eftir mikil áföll sem fólk hefur orðið fyrir og leiðbeint og þjálfað sjálfboðaliða í sálrænum stuðningi á svæðinu.

Við erum stolt af því vinnuframlagi sem við höfum getað veitt. Verkefni sem þessi eru risastór og kosta mikla fjármuni. Ekkert af því hefði verið mögulegt ef ekki væri fyrir Mannvini Rauða krossins. Takk.

Gerast Mannvinur