Armbönd og perlulistaverk til styrktar Rauða krossinum

22. ágúst 2019

Vinkonurnar Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir, Henrika Sif Sigurjónsdóttir og Filippía Brynjarsdóttir gengu í hús og seldu perlulistaverk og armbönd sem þær höfðu útbúið til styrktar Rauða krossinum. Ágóðann færðu þær Árnessýsludeild, alls 5795 kr. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn!