Árni og Steinar héldu tombólu

26. september 2020

Vinirnir Árni Geir Ásgeirsson og Steinar Orri Steingrímsson gengu í hús í Fossvoginum, sungu og héldu leikrit til þess að safna fé til styrktar Rauða krossinum. Þeir komu með afraksturinn, heilar 4.462 krónur, og færðu Rauða krossinum.

Við þökkum þessum frábæru vinum fyrir þetta frumlega framtak!