• _SOS8819

Ársskýrsla Rauða krossins á Íslandi

29. maí 2016

Rauði krossinn á Íslandi hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2015. Af mörgu er að taka og öllum helstu verkefnum ársins gefin góð skil í skýrslunni.

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim.  Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu. 

Í heildina eru verkefni Rauða krossins á Íslandi um 40 talsins og spanna allt frá fataúthlutunum til nauðstaddra á Íslandi til aðstoðar við munaðarlaus börn í Sómalíu. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á rafrænu formi hér  .