• 12593829_747856768678557_7830514923784993184_o

Ársskýrsla Rauða krossins í Reykjavík

29. febrúar 2016

 Í ársskýrslu Rauða krossins í Reykjavík 2015 er fjallað um starf með berskjölduðu fólki í borginni á viðburðaríku ári. Starfið spannaði vítt svið – heilbrigðisaðstoð við fíkniefnaneytendur, skjólshús fyrir heimilislausar konur, heimsóknir til einangraðra, stuðning við flóttafólk og margt fleira – en með einbeittri áherslu á berskjaldað fólk í borgarsamfélaginu.

Á árinu unnu 750 sjálfboðaliðar og 23 starfsmenn Rauða krossins í Reykjavík að stuðningi við þrjá skjólstæðingahópa; jaðarsetta hópa, fólk sem býr við efnislegar eða félagslegar þrengingar og innflytjendur og flóttafólk.

Bakhjarlar þessa starfs eru félagsmenn í Rauða krossinum í Reykjavík, sem telja um 8.000 manns.

Auk þess að fjalla um afrakstur af verkefnum deildarinnar er í þessari ársskýrslu fjallað sérstaklega um stefnu deildarinnar, sem var samþykkt á síðasta ári, og málsvarastarf. Þá er í skýrslunni viðtal við Hrafn Jökulsson, sem hefur sýnt óbilandi stuðning við verkefni Rauða krossins.  

Hægt er að lesa skýrsluna hér .