Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum

Opinn fundur í Háskóla Íslands

11. október 2018

Yves Daccord framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) kemur í heimsókn til Íslands í næstu viku og mun m.a. tala á opnum fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 15. október milli kl. 12 og 13. Fundurinn er samstarf Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rauða krossins.

Yves mun fjalla um baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og aðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar til að sporna við og aðstoða þolendur.

Kynferdislegt-ofbeldi-a-atakasvaedum-netaugl-