Auglýst eftir framboðum

29. janúar 2020

Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi, sem haldinn verður 23. maí 2020 ber að kjósa stjórnar – og skoðunarmenn sem hér segir:

 

  1. Varaformann til fjögurra ára
  2. Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
  3. Tvo varamenn til tveggja ára
  4. Tvo skoðunarmenn til tveggja ára

Er hér með lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk. 

Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri með skriflegum hætti til landsskrifstofu Rauða krossins á netfangið: [email protected] eða í bréfpósti merkt: 

Rauði krossinn á Íslandi, –kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík

Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 mánudaginn 2. mars 2020.