• Pads-making-Yasinta

Blæðingaskömm er raunveruleg

9. október 2019

Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar, heilbrigði kvenna og að vinna gegn blæðingaskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu.
Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði, en í skólum er salernisaðstæður oft ófullnægjandi og stúlkur verða fyrir aðkasti ef aðrir verða þess var að þær eru á blæðingum. Ekki góðar aðstæður til að fara á blæðingar án dömubinda! 

RÚV fjallaði um blæðingaskömm í Heimskviðum nú á dögunum,   

fjolnotadomubindi

Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi.

Þú getur aukið aðgengi stúlkna að dömubindum með því að kaupa fjölnota dömubindi í vefverslun Rauða krossins