• SIUNG-mynd-bokagjof-2017

Bókagjöf til Rauða krossins

15. desember 2017

 Fjöldi félaga og fyrirtækja hugsa hlýlega til Rauða krossins og skjólstæðinga hans fyrir jólin. Þeirra á meðal eru rithöfundar og útgefendur, sem gáfu Rauða krossinum í Reykjavík fjölda bóka til að láta ganga til skjólstæðinga, einkum heimilislausra einstaklinga og flóttafólks. Hér fylgist Þórir Guðmundsson forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík með rithöfundum í SÍUNG, samtökum barna- og unglingabókarithöfunda, pakka inn eigin bókum sem fara til barna flóttafólks. Þau eru öll að læra íslensku og bækurnar munu án efa hjálpa þeim að ná tökum á nýju tungumáli. Útgefendur í Félagi íslenskra bókaútgefenda söfnuðu saman yfir eitt hundrað bókum, sem gefnar voru út fyrir þessi jól. Þær verða allar færðar  fólki sem fær fáar aðrar jólagjafir.