• Klaustur2

Börnin á Kirkjubæjarklaustri með hjartað á réttum stað

Söfnuðu fyrir menntun fátækra barna

25. janúar 2017

Uppskeruhátíð Skaftárhrepps fer fram á hverju ári frá lokum október til upphafs nóvembermánaðar.  Síðasta hátíð var tileinkuð ungu fólki og þar létu nemendur við Kirkjubæjarskóla á Síðu sitt ekki eftir liggja. Nemendur í 1. og 2. bekk skólans vann þemaverkefni þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitti þeim innblástur. Áhugi barnanna á aðstæðum jafnaldra þeirra í fjarlægum löndum skein í gegn, sérstaklega þar sem börn búa við mikla fátækt.   

Nemendurnir gerða til að mynda módel af skólastofum annarra landa og kom þeim þá til hugar að ef til vill væri hægt að styrkja börn í fátækum löndum til menntunar, svo þau fái að njóta allra þeirra tækifæra sem lífið býður upp á. 


Söfnunarbaukur lá frammi á opnu húsi en einnig tóku nemendur sig til og seldu eigið handverk sem þeir höfðu föndrað í skólanum. Söfnunarbaukurinn vakti verðskuldaða athygli á árlegum Laufabrauðsdegi skólans en allt í allt tókst að safna hátt í 4000 krónum sem Rauði krossinn sér um að nýta til góðra verka í þágu menntunar barna. 


Klaustur1Hér má sjá fulltrúa nemenda við Kirkjubæjarskóla, Iðunni Köru Davíðsdóttur, afhenda Guðveigu Hrólfsdóttur, formanni Klausturdeildar Rauða krossins, söfnunarféð. 


Rauði krossinn þakkar þessum ótrúlegu börnum innilega fyrir þetta framlag til mannúðarmála.