Börnin gefa notuð föt

1. júní 2016

Fatasöfnunin tók heldur betur kipp þegar fatapokar voru sendir inn á öll heimili í landinu í tilefni af átakinu Fatasöfnun að vorlagi. Börnin á leikskólanum Sólborgu á Ísafirði komu til Rauða krossins með föt sem þau voru hætt að nota og settu sjálf í gáminn. Þau fengu fræðslu um Rauða krossinn og sögðu sögur af því hve Hjálpfús er flottur strákur. Námsefnið Hjálpfús sem leikskólinn fékk hjá Rauða krossinum fyrir nokkrum árum er enn að slá í gegn hjá börnum og starfsfólki leikskólans.