• Steinar-Mani-og-Solvi

Bræður seldu súkkulaði fyrir Rauða krossinn

3. október 2017

Bræðurnir Steinar Máni og Sölvi Þrándarsynir eru alveg hreint yndislegir. Í stað þess að henda súkkulaði sem þeim fannst ekki gott, gengu þeir í hús í Norðlingaholtinu og buðu súkkulaði til sölu. Þeir söfnuðu 5.000 kr sem þeir færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir flott framtak.