Breskir skátar styðja við Rauða krossinn
Sýndu þakklæti sitt í verki
Bresku skátarnir í 3rd Staines Scout Group sendu Rauða krossinum 400 pund, eða um 50.000 krónur, í síðasta mánuði.
Tilefnið var að síðasta sumar aðstoðaði Rauði krossinn þau þegar upp kom nóróveira í hópnum og opnuð var fjöldahjálparmiðstöð - í raun sóttvarnarmiðstöð - í grunnskólanum í Hveragerði. Skátarnir voru sjálfboðaliðum Rauða krossins afar þakklátir fyrir aðstoðina. Fjármagnið mun nýtast í frekari eflingu neyðarvarna.
Á efri myndinni má sjá starfsfólk sem kom að opnun miðstöðvarinnar og hér að neðan er hópurinn með ávísunina góðu.
- Eldra
- Nýrra