• Hjalti-og-olafur-23.05.2018

Dagatalasala í Akurgerði

24. maí 2018

Bræðurnir Hjalti Böðvarsson og Ólafur Sveinn Böðvarsson gengu í hús í Akurgerði og seldu dagatöl sem þeir höfðu sjálfir útbúið. Þeir söfnuðu samtals 3.400 krónum sem þeir gáfu síðan Rauða krossinum. Á myndinni má sjá eitt af dagatölunum sem þeir útbjuggu.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag.