Fimm söfnunarviðburðir kröftugra frænkna!

24. janúar 2020

Vinkonurnar og frænkurnar Vigdís Una Tómasdóttir og Sophie Ísabella Enemark-Madsen héldu hvorki meira né minna en FIMM söfnunarviðburði á síðasta ári og söfnuðu alls 20.667 kr.

Viðburðirnir voru:

  1. Límonaðisala
  2.  Ávaxtasafasala
  3. Karamellusala
  4. Kökubasar
  5. Jólabaksturstombóla

Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag og hugmyndaauðgina! Það er ómetanlegt að hafa jafn kröftugar stúlkur með okkur í liði.