Dósapeningur til góðgerðarmála

Hægt er að styrkja Rauða krossinn með einföldum hætti

3. janúar 2017

 

Í upphafi árs eftir jólin fara margir með dósir í endurvinnslu.  Rauði krossinn minnir viðskiptavini Endurvinnslunnar á góðgerðarkortin en með þeim er hægt að styrkja gott málefni með einföldum hætti.


Í afgreiðslu Endurvinnslunnar við Dalveg í Kópavogi og Knarrarvogi í Reykjavík eru slík kort föst við sjálfsala. Eftir að sjálfvirkri umbúðaflokkun er lokið fæst útprentaður strimill með kóða líkt og vanalega. Sjálfsalinn skannar kóðann og er því næst hægt að renna kortinu í gegnum kortaraufina.


Þetta er einföld leið til að styðja við mannúðarverkefni Rauða krossins hér á Íslandi og um allan heim.


Endurvinnum - bætum heiminn. Það er borðleggjandi!