• Eftir-thinn-dag

Eftir þinn dag

Erfðagjafir sem stuðningur við góðgerðarmál

20. febrúar 2017

Núna í janúar gáfu félög sem starfa að almannaheillum út upplýsingabækling um erfðagjafir. Allir geta arfleitt félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa að almannaheillum að hluta eða öllum eignum sínum í þágu málefnis sem þeim er kært. 
Þegar arfleifandi (sá sem lætur eftir sig eignir sem erfast eftir andlát hans) á maka eða börn má viðkomandi erfa félagasamtök að þriðjungi eigna sinna, eða öllum eignum sínum ef skylduerfingjar eru ekki til staðar.
Nauðsynlegt er að gera erfðaskrá til að tryggja að arfur berist þangað sem viðkomandi óskar. Rauði krossinn er í samstarfi við Logos lögmannaþjónustu við gerð slíkra erfðaskráa. 
Enginn erfðafjárskattur er greiddur af arfi sem rennur til félaga eins og Rauða krossins.


Hér má nálgast bæklinginn. 

Hér má lesa nánar um erfðagjafir.

Hafa má samband við Helgu G. Halldórsdóttur - helga@redcross.is ef nánari upplýsinga er óskað.