Fylgdu fötunum eftir

19. júní 2018

Rauði krossinn tekur allt árið um kring á móti fatnaði, hvort sem hann er slitinn eða heill. Á höfuðborgarsvæðinu eru söfnunargáma á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu og flestum grenndarstöðvum. Í flokkunarstöð fataflokkunar Rauða krossins vinnur starfsfólk og sjálfboðaliðar við að flokka fatnaðinn sem berst og skapa þannig verðmæti. Það má líka „fylgja fötunum eftir“ með því að senda SMS-ið TAKK í 1900 og styrkja þannig hjálparstarf Rauða krossins aukalega um 1900 kr.

Fatasöfnun Rauða krossins er mjög mikilvægt umhverfis- og endurvinnslumál

Á síðasta ári voru 75 tonn af fatnaði seld í Rauðakrossbúðunum og yfir 3000 tonn af fötum voru flutt til Evrópu til nýta í endurvinnslu og hjálparstarf. Það sem ekki nýtist og er slitið er sent til Evrópu þar sem fatnaðurinn er endurnýttur og efni  endurunnið. Það sem ekki nýtist sem fatnaður fer í endurvinnslu. Fatasöfnun Rauða krossins er gífurlega mikilvæg fyrir samfélagið þar sem að urða þyrfti fatnaðinn ef ekki kæmi til söfnuninnar.

Hvað verður um fötin?

Takk fyrir stuðninginn!