Erfðagjöf til Rauða krossins í Vestmannaeyjum

6. nóvember 2017

Rauði krossin í Vestmannaeyjum hefur móttekið arf sem hjónin Ásta Hildur Sigurðardóttir frá Vatnsdal og Björn Jónsson frá Nesi í Flókadal, en síðast búsett að Túngötu 18, ánöfnuðu deildinni eftir sinn dag.

Er hér um einstaka og höfðinglega gjöf að ræða sem kemur sér vel í því hjálparstarfi sem Rauði krossinn stendur fyrir bæði í okkar heimabyggð og víðar. Vildu þau að allar eigur þeirra rynnu til þessa hjálparstarfs sem mun skipta miklu máli um langa framtíð. Ásta Hildur Sigurðardóttir lést 4. nóvember 2014 en Björn Jónsson 13. febrúar 2016.

Rauði krossinn í Vestmannaeyjum er fullur þakklætis fyrir þann góða hug sem þau kæru hjón báru til starfs okkar og blessum við minningu þeirra.