• 10857990_674618392669062_7860973542426450704_n

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

15. mars 2016

Vikan 14 - 21 mars er Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Fordómar eru víða samfélagsmein sem vinna þarf bug á. Rauði krossinn er málsvari þess að komið sé fram við náungann af kærleik óháð kynþætti, kyni, trú eða öðrum menningarlegum mismun á mannfólkinu. Vertu næs verkefnið miðar einmitt að því að fræða einstaklinga um hvað fordómar séu og hvernig þeir birtast. Íslendingum býðst einnig gott tækifæri til að taka þátt í að útrýma fordómum með því að bjóða heim. Rauði krossinn í kópavogi stendur fyrir verkefni sem kallast " Brjótum ísinn - bjóðum heim ". Ekki þarf að vera skráður sem sjálfboðaliði eða félagi í Rauða krossinum heldur eingöngu að senda tölvupóst á netfangið kopavogur@redcross.is og óska eftir að fá að taka þátt í verkefninu. Við erum öll eins inn við beinið.