• 20171202_115910_0

Færanlegt heilsuteymi vinnur við erfiðar aðstæður

12. febrúar 2018

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) tók viðtal við Hólmfríði Garðarsdóttur í desember um störf hennar í Bangladess. Hér má lesa viðtalið á vef ICRC.

Cox´s Bazar:  Þetta þarf til að meðhöndla 30.000 manns á 3 mánuðum.

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) vinnur náið með Rauða hálfmánanum í Bangladess og hefur meðhöndlað 30.000 sjúklinga sl. þrjá mánuði í Cox´s Bazar (greinin var skrifuð í desember sl.)

Á hverjum degi fara fjórir læknar, fjórir bráðaliðar og sjálfboðaliðar hjá Rauða hálfmánanum í Bangladess út í tjaldbúðir og húsaþyrpingar. Færanlega heilsuteymið heimsækir Boroshonkola, Kunapara (Bandarban), Jodimura, Britishpara og Domdomia (Teknaf). Teymið hittir um 400 sjúklinga á dag, meðhöndlar sjúkdómseinkenni, veitir almenna lyfjameðferð og vísar alvarlegri tilfellum á nálæga heilsugæslu ríkisins.

Hófí Garðarsdóttir, heilbrigðissendifulltrúi ICRC, segir að algengustu veikindin sem teymið sér séu sýkingar í öndunarvegi, almennt kvef, flensa, hiti og niðurgangur.

Það er áætlað að yfir 626.000 manns hafi flúið frá Rakhine-héraði og búi í tjaldbúðum og húsaþyrpingum í nálægð við Cox´s Bazar. Dr. Sohan sem hefur unnið með teyminu síðan 10. september segir: „Við gerum okkar besta til að sinna sjúklingum þar sem þeir eru staddir með lyfjum sem við höfum með okkur. Við gerum þetta ekki aðeins í búðunum heldur einnig við landamærin. Sumir sjúklingar sem eru mikið veikir eru fluttir til.“

Helmingur fólksins sem hefur farið yfir landamærin eru konur og börn. „Við höfum getað aðstoðað sumar af óléttu konunum sem við hittum og fært þeim nauðsynjar eftir fæðingu og annast suma nýbura í frekar erfiðum aðstæðum sl. þrjá mánuði,“ bæti Hófí við.


Hægt er að styðja við starf Rauða krossins í Bangladess með því að senda sms-ið TAKK í 1900 og 1900 krónur eru dregnar af símreikningi.

Mynd: CC BY-NC-ND / ICRC / J. Fernandez