• IMG_0246

Fatagjöf til Hvíta-Rússlands

8. júní 2016

Árleg fatasöfnun nemanda við Vogaskóla fór fram í dag á seinasta degi skólaársins. Fötin sem þau gefa koma úr þeirra eigin fataskáp og verða send til Hvíta-Rússlands og úthlutað þar til barna sem eru í þörf fyrir aðstoð. 

Nemendur í Vogaskóla hafa stundað þetta í mörg ár við mikin fögnuð og gleði allra sem koma að þessu. Mikil eftirvænting er eftir þessum viðburði. Rauði krossinn hefur um árabil átt í samstarfi við Rauða krossinn í Hvíta-Rússlandi um aðstoð við fatnað ásamt því að taka þátt í rekstri athvarfs fyrir fólk með geðraskanir. Þessar fatagjafir nemenda í Vogaskóla eru því virkilega vel metnar og færum við þeim bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur og falleg föt. Hér að neðan má lýta myndir frá fjörinu. 

IMG_0234IMG_0236IMG_0244IMG_0245IMG_0248IMG_0252IMG_0255IMG_0258IMG_0259