• 3g07784u-1540

Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun

8. júní 2017

Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun

Við óskum eftir öflugri, drífandi manneskju með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun og gagnagreiningu á samskiptasviði Rauða krossins á Íslandi. Markaðsmál og kynning á verkefnum koma einnig við sögu.

Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sérð tækifæri í hverju horni?

Hæfniskröfur:

  • háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
  • þekking á fjáröflunum
  • þekking á gagnagreiningu
  • þekking á markaðs- og kynningarmálum
  • gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • góð tölvufærni

Helstu verkþættir:

  • fjáraflanir
  • greining á gögnum
  • markaðs- og kynningarmál

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á hildurbjork@redcross.is fyrir 30. júní.