Fjölbreytt tímabundið starf laust til umsóknar hjá Rauða krossinum í Kópavogi

17. janúar 2017

Vegna fæðingarorlofs er laus tímabundin staða frá 1. mars til 1. nóvember hjá Rauða krossinum í Kópavogi og Rauðakrossbúðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Viðkomandi leysir af verkefnastjóra innflytjendaverkefna á skrifstofu á vor og haustmánuðum og verslunarstjóra fatabúða yfir sumartímann.  Aðeins er um eina stöðu að ræða.

Verkefni verkefnastjóra:

 • Félagsleg verkefni fyrir innflytjendur
 • Kynningarmál deildar
 • Mannúðarfræðsla fyrir grunnskólanema
 • Sjálfboðaliðamál, m.a. fræðsla
 • Ýmis tilfallandi verkefni eins og fjáraflanir, skipulag viðburða, þemavikur o.fl.

Verkefni verslunarstjóra fatabúða:

 • Sjálfboðaliðastjórnun, þ.á m. vaktaskipulag og þjálfun
 • Gæðaeftirlit í búðum
 • Útkeyrsla fatnaðar
 • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur:

 • Almenn menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á Rauða krossinum og sjálfboðaliðastjórnun
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Þjónustulund og sveigjanleiki
 • Reynsla af verslunarrekstri er kostur
 • Líkamlegir burðir til að bera t.d. þyngri kassa
 • Gild ökuréttindi


Umsóknir berist til Silju Ingólfsdóttur, deildarstjóra Rauða krossins í Kópavogi, fyrir 27. janúar.
Vinsamlega sendið ferilskrá og kynningarbréf á silja@redcross.is .
Nánari upplýsingar veitir Silja í sama netfangi.