Fjöldahjálparstöð opnuð í nótt í Grindavik

22. mars 2021

Í nótt opnaði Rauði krossinn fjöldarhjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Fyrst og fremst þurfti að veita aðstoð vegna ofkælingar. 

Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun. 162981043_10224745027310340_6838445096398960591_o

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins standa áfram vaktina og eru tilbúin til taks. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning.

Rauði krossinn þakkar Landsbjörgu og lögreglu fyrir góða samvinnu í nótt.


163242740_10224745024150261_6247371190388824411_o

163298824_10224745020870179_4615152089948465059_o_1616400985640Erla Svava Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði í viðbragðshópi á Suðurnesjum.