• Vesturafl

Fjör á Ísafirði

13. nóvember 2017

Í Fjölsmiðjunni á Ísafirði er starfrækt geðræktarmiðstöðin Vesturafl. Þangað kemur fólk sem af ýmsum ástæðum er ekki á vinnumarkaði, tímbundið eða varanlega.  Starfið er liður í að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til að fara aftur út í lífið af meiri krafti. 

Hluti af fólkinu sem kemur í Vesturafl eru sjálfboðaliðar Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir taka þátt í að útbúa fatapakka sem Rauði krossinn á Íslandi sendir til Hvíta Rússlands. Einnig taka nokkrir þátt í verkefnum sem tengjast neyðarvörnum á svæðinu og fleiri verkefnum sem falla til hverju sinni. 

Á myndinni eru Helga Friðriksdóttir og Auður Matthíasdóttir sjálfboðaliðar Rauða krossins.