• Robert-og-Rikardur

Fleiri sendifulltrúar til Bangladess

Sautjándi og átjándi sendifulltrúarnir eru farnir

17. janúar 2018

Tveir sendifulltrúar Rauða krossins eru komnir til Cox´s Bazaar í Bangladess, þeir Ríkarður Már Pétursson og Róbert Þorsteinsson. Þeir bætast þannig í hóp Sigurjóns Arnar Stefánssonar svæfingarlæknis og Guðbjargar Sveinsdóttur geðhjúkrunarfræðings sem eru nú að störfum þar í landi, en þeir Ríkarður og Róbert eru sautjándi og átjándi sendifulltrúinn sem Rauði krossinn á Íslandi sendir til starfa á tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Bangladess.

Sigurjon-og-Gudbjorg1

Sigurjón og Guðbjörg fyrir sendiför sína.

Róbert fór í sína fyrstu sendiferð fyrir Rauða krossins fyrir 23 árum, en þá starfaði hann í Tansaníu. Sú ferð reyndist honum örlagarík þar sem þar kynntist hann núverandi konu sinni. Í kjölfarið fluttu þau til heimalands hennar, Japan, þar sem þau hafa búið síðan. Róbert er viðskipta- og hagfræðingur og starfaði nú síðast í Hargeisa í Sómalíu fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins (ICRC). Róbert mun starfa sem fjármálastjóri tjaldsjúkrahússins næstu vikur. 

Ríkarður sem er rafiðnaðarfræðingur að mennt er margreyndur sendifulltrúi. Árið 2015 kom hann tjaldsjúkrahúsi upp í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar í landi og tók það niður og var þannig við störf allan starfstíma þess. Ríkarður á að baki fjölmagar sendiferðir fyrir Rauða krossinn m.a. til Afganistan, Súdan, Úganda og Kenýa.Sl. ár hefur Ríkarður starfað í Kenía og El Salvador við uppbyggingu jarðvarmavirkjana sem og á Erítreu. Ríkarður mun starfa sem tæknimaður á tjaldsjúkrahúsinu í Cox´s Bazaar.

Rauði krossinn á Íslandi er stoltur af framlagi sínu vegna ástandsins, en rúmlega 600.000 manns hafa flúið heimkynni sín í Mjanmar yfir landamærin til Bangladess og aðhafast nú í búðum þar í landi. Neyðarsöfnun vegna ástandsins stendur enn yfir og er hægt að styrkja hana með því að senda sms-ið TAKK í 1900 en þá eru 1900 krónur dregnar af símreikningi. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649. Þá væru ferðir sendifulltrúa ekki möguleiki nema með aðstoð mánaðarlegs framlags Mannvina Rauða krossins. 

Hjordis-sinnir-sjuklingum-a-bradamottokunni--2Hjördís Kristinsdóttir sinnir sjúklingi á tjaldsjúkrahúsinu í Cox´s Bazar.