• 20151117_094313

Fleiri vatnsbrunnar í Malaví

21. desember 2015

Hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi í Mangochi í Malaví hófst árið 2013 og hafði að markmiði að draga úr barna- og mæðradauða, auka hreinlæti og draga úr sjúkdómum með því að auka aðgengi að hreinu vatni. Jafnframt eru munaðarlaus og berskjölduð börn og ungmenni styrkt til náms og samhliða er lögð áhersla á að styrkja Rauða kross deildina í Mangochi til að standa á eigin fótum.

Í verkefninu sem lýkur nú um áramótin hafa um 100 þorp og tæplega 32 þúsund manns notið góðs af hjálparstarfi Rauða krossins sem er dyggilega stutt af Mannvinum. Í samvinnu við Vífilfell hafa Mannvinir gert Rauða krossinum að koma upp brunnum og hreinlætisaðstöðu við alla sjö grunnskóla á svæðinu og í fjórum þorpum til viðbótar. Þannig hafa um þúsundir nemendur í fyrsta skipti aðgengi að klósetti og handþvotti sem dregur ekki bara úr niðurgangspestum og magakveisum heldur rennir einnig stoðum undir áframhaldandi menntun, sérstaklega stúlkna.