• Sellelja-og-Hugrun

Flóamarkaðir í Stykkishólmi

Flottar vinkonur seldu dót

19. október 2018

Sesselja Arnþórsdóttir og Hugrún María Hólmgeirsdóttir tóku sig til í sumar og héldu flóamarkaði og seldu dót sem þær voru hættar að nota. Þetta gerðu þær víðsvegar um bæinn sinn Stykkishólm, úti við verslanir og stofnanir og einnig á bæjarhátíðinni Dönskum dögum í ágúst. Þær verðmerktu og undirbjuggu verkefnið mjög vel og gerðu allt tilbúið fyrir alvöru flóamarkað. Það litla sem seldist ekki fóru þær með í Ásbyrgi sem hafa haft í heiðri endurnýtingu hluta og því komið á góðan stað.

Sesselja og Hugrún söfnuðu alls 15.827 kr. sem þær vildu að rynnu til Rauða krossins.

Stuðningur stúlknanna er Rauða krossinum mjög mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki og fjáröflun yngstu sjálfboðaliða okkar með slíkum verkefnum þar sem börn styðja börn.