Flóttafólk frá Írak komið til Íslands

Kvótaflóttamenn komnir til landsins eftir langt ferðalag

27. febrúar 2018

Flóttafólk frá Írak komið til Íslands

Í dag komu 21 Íraki til Íslands frá Jórdaníu, þar sem þau hafa verið búsett við erfiðar aðstæður. Fólkið kemur í boði íslenskra stjórnvalda til landsins og hafa velferðarráðuneytið, sveitarfélögin Ísafjarðarbær, Súðavík og Bolungarvík auk Fjarðarbyggðar ásamt Rauða krossinum á Íslandi unnið að komu fólksins sl. mánuði.

IMG_8635_opt

Í næstu viku mun 21 einstaklingur koma og fara austur og vestur, bæði Írakar og Sýrlendingar. Í mars mun svo flóttafólk frá Úganda koma til Íslands og setjast að í Mosfellsbæ.

Rútufyrirtækið GJ Travel gaf rútuferðir fyrir fólkið auk fjöldamargra annarra sem hafa lagt hönd á plóg.

Rauði krossinn leitar að sjálfboðaliðum í þessi verkefni.  Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband við Nínu Helgadóttur í síma 775 7754 eða sendu póst á central@redcross.is

IMG_8596_opt