Flóttafólk frá Írak og Sýrlandi komið

Tveir hópar af þremur komnir

13. mars 2018

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur við að undirbúa móttöku flóttafólks. Tveir hópar af þremur eru komnir og hafa þau nú sest að bæði fyrir austan og vestan; á Ísafirði, Súðavík, Flateyri, Reyðarfirði og Neskaupstað. Afskaplega vel var tekið á móti fólkinu sem hefur búið í Jórdaníu undanfarið en er frá bæði Írak og Sýrlandi. Rauðakrossdeildir á svæðunum hafa innréttað íbúðir, útvegað fatnað og munu vera fjölskyldunum til aðstoðar næstu mánuði við að fóta sig í nýju landi.

Rsz_img_8721

Sjálfboðaliðahópurinn Craft around the world sem kemur saman á mánudögum í Efstaleitinu hefur prjónað, heklað og aflað ýmiss nauðsynlegs fatnaðar eins og ullarsokka, húfa, vettlinga og trefla fyrir fólkið.

Rsz_img_8707Sjálfboðaliðarnir taka saman fatapakka

28879298_10214035308509215_1087525931_oHér má sjá systurnar prófa fatnaðinn frá Craft around the World! 

Það eru gjarnan viðbrigði að koma til nýs lands, sjá snjó í fyrsta sinn, fara í heita sundlaug að vetri til og smakka pönnukökur með rjóma en þetta og meira til hefur verið á dagskránni undanfarna daga  hjá fjölskyldunum.

Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vesturlandi og Vestfjörðum, hefur verið allt í öllu við að skipuleggja komu fólksins og var á leiðinni til Súðavíkur að hitta móður og börnin hennar fimm og fara yfir snjóbuxna- og snjógallamál í síðustu viku. Móðirin var búin að skella sér í sund með börnin og fara í kvennaleikfimi strax í fyrstu vikunni.

28927941_10214035291828798_1260614908_o

Þriðji hópurinn er væntanlegur til landsins í næstu viku, en hann mun setjast að í Mosfellsbæ. 

28928799_10214035303869099_1817252031_o