• Tomboluborn_reydarfjordur

Flottar stelpur á Reyðarfirði

Söfnuðu fyrir utan Molann

17. janúar 2017

 Það var líf og fjör fyrir framan Molann á Reyðarfirði á dögunum þegar þær stöllur Stephanie, Sunneva, Alexandra, Thelma og Ísabella héldu tombólu. Gestir og gangandi tóku vel í framtak stúlknanna sem tókst að lokum að safna 19.910 krónum, hvorki meira né minna! 

Þær skiluðu upphæðinni til Rauða krossins á Reyðarfirði og óskuðu þess að hún myndi nýtast félaginu í mannúðarstarfi um allt land og allan heim. 

Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þetta fallega framtak.