• C280cd8d-04c3-493d-87b3-e81e29c99125

Flugslysaæfing 21. maí

9. júní 2016

Rauði krossinn á Suðurnesjum tók þátt í flugslysaæfingu FFK Kef2016 ásamt Neyðarvernd Rauða krossins á Íslandi. Æfingin var sú viðamesta sem haldin hefur verið á Íslandi og tóku alls þátt í henni 450 manns frá ýmsum samtökum og stofnunum samfélagsins. Meðal starfseininga sem komu að henni voru starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra. Þótti öllum sem að æfingunni koma vel til takast og eru viðbragðsaðilar eins og Rauði krossinn mun betur í stakk búinn að takast á við slys af þessu tagi komi til þeirra.