Forsetahjónin í heimsókn

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid kíktu í kaffi í Efstaleitið.

23. nóvember 2016

Síðastliðinn föstudag komu í heimsókn til okkar í Efstaleitið forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid forsetafrú og synir þeirra Douglas og Duncan. Þau fengu stutta kynningu á starfsemi Rauða krossins í neyðarvörnum, t.d. hvað myndi gerast ef Katla myndi byrja að gjósa og einnig stutta kynningu á verkefnum sem Rauði krossins á Íslandi sinnir erlendis.


Gestirnir gengu síðan um starfsstöðvarnar og þáðu kræsingar. Þau voru leyst út með góðum gjöfum, skyndihjálpartösku fyrir Bessastaði, endurskinsmerkjum og að sjálfsögðu fékk öll fjölskyldan buff.


Við þökkum forsetahjónunum og sonum þeirra innilega fyrir komuna