• Dyragardur-slakki
  • Dyragardur-slakki
  • Halda-a-fugl
  • Halda-a-fugl
  • Halda-a-kaninu
  • Skoda-geitur

Frábær ferð í dýragarðinn Slakka

15. maí 2018

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hveragerði og á Selfossi gerðu sér glaðan dag á sunnudaginn var í dýragarðinum Slakka með sýrlenska flóttafólkinu sem búsett er fyrir austan fjall. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og sakaði ekki að sólin lét sjá sig og vindurinn var kyrr, hið yndislega logn. Börn og fullorðnir skoðuðu dýrin, fengu að halda á þeim og strjúka mjúka felda. Það hitti svo sannarlega í mark hjá yngstu kynslóðinni og fullorðna fólkið naut þess að sjá brosin á andlitum barnanna enda fátt yndislegra en vinátta barna og dýra. Í lok ferðar fengu allir ís og börnin léku sér á leiksvæðinu á meðan fullorðna fólkið naut sólarinnar. 

Skoda-geitur

Þessi kiðlingur gekk laus um garðinn börnunum til mikillar gleði

Halda-a-fuglPáfagaukurinn var ansi vinsæll og fengu allir að kynnast honum

Halda-a-kaninuGaman að fá að halda á kanínu

Skoda-kisurKrökkunum fannst gaman að fá að halda á kettlingunum