Fríður flokkur tombólustráka

17. október 2017

Bergþór Ingi Sverrisson, Daníel Darri Arnarsson, Arnar Þórarinsson, Heiðar Davíð Wathne og Arnaldur Flóki Sverrisson héldu tombólu við Nóatún í lok sumars. Þeir söfnuðu 8.780 kr sem þeir færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf.  Við þökkum þeim kærlega fyrir framtakið.