Gaf í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna ofsaflóðanna

4. apríl 2019

Tara Dögg Teitsdóttir kom í Efstaleitið í síðustu viku með  framlag til barna í Afríku. Hún gaf 5000 kr. í neyðarsöfnun Rauða krossins til barna vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku.

Rauði krossinn þakkar henni kærlega fyrir framlag hennar til neyðarsöfnunarinnar.